Its enough to drive you crazy in your head....
Stelpan fékk vinnu í vikunni, nánar tiltekið verkefni hjá SagaFilm, event deildinni, fyrsta verkefnið sem freelance producer J
Jæja, ég átti að hanna bás fyrir Sýn í golfþema..einmitt mitt sérsvið, golfteigar, bunker, sætir köflóttir hnésokkar og tiger woods.... þetta gekk bara ágætlega, held ég allavega. Það þurfti að yfirstíga þó nokkrar hindranir s.s. bílaleysi, greindarskort búðarstarfsmanna, takmarkað framboð á lifandi grasi og algeran skort á framleiddri náttúrulykt. Það náttúrúlegasta sem ég fann þegar kom að útínáttúrunniaðspilagolf lykt þá varð það kerti með súrefnislykt...nú spyr ég, er lykt af súrefni? Brose hefur tekist að binda þessa stórkostlegu lykt og selur hana nú í kertaformi í Blómaval, milli Clean laundry og Summer spring; hvar fólk finnur og fær þessar lyktir er beyond me. Afhverju er Clean Laundry t.d. ekki bara Ariel Ultra eða Downy lykt, er bara ein lykt af öllum hreina þvottinum sem fær að hanga úti á snúru í góðum þurrki? Kannski spilar súrefnislyktin inn í.... pæling.
Eftir mikið skutl og mörg símtöl í golfklúbba bæjarins reis básinn upp á föstudagseftirmiðdaginn....
Nú hugsar þú kæri lesandi, “var ekki árshátíð Animu á föstudaginn?” “var sigga ekki einnig í lokaprófi á föstdaginn?”
Skarplega athugað. Ég var á haus á föstudaginn, algerlega á hvolfi.
Ég gleymdi mér aðeins í spennunni að rúlla grasteppinu undir sýningarbásinn og koma plasmanum upp...ég mætti næstum alltof seint á eigin árshátíð...Næstum, nota bene, þeir sem mig þekkja (ath karlkyns lesendur) vita að það tekur þessa prinsessu ekki langan tíma að verða að drottningu... ég hljóp heim í kjólinn, valdi 80 den sokkabuxur svo að kollegar mínir þurftu ekki að óttast “karlmennsku” mína, skellti augnskugganum á með vísifingri, maskari á efri augnahár og vaseline á varirnar.. voila... beautiful!
Árshátíðin var vel heppnuð í alla staði þrátt fyrir fjarveru eins stjórnarmeðlims og miklar tæknilega örðugleika...Franz og Kristó voru yndislegur og urðu valdandi þó nokkrum sniglaförum í gólfinu og Gull&Geysir fengu kroppa til að tjútta og rassa til að bömpa....einkar skemmtilegt þegar Þorsteinn Guðmundsson ákvað að taka lítinn sketjs um að ég væri hórumamma á meðan ég stóð við hliðina á honum upp á sviði...
Sjóbiz...what can u do?...
Laugardagurinn var laaaangur.... ég fór á Nordica til systranna þar sem þær tóku sig til fyrir FL group árshátíðna..þar var mikil hlegið og gargað... hlóð batteríin mín fyrir kvöldið sem var framundan...
Í svartri dragt frá dögum jólahlaðborðs Brasserie Borgar þá arkaði ég að ný opnaðri laugardalshöll....
Ég gæti farið út í detail kvöldsins en ætla að spare you the agony af því að lesa, það sem var hvað mikilvægast var það að....
*ég át funky grafna kengúru sem var á spjóti ofan í skotglasi
*ég sá Mr.MIB Jónsa helköttaðan a boxer.. í hálfsmetra fjarlægð
*ég komst að ýmsum uppl um spelt og hvítt hveiti
*þó kona sé uppstríluð og rík getur hún samt endað meðvitundarlaus í sinni eigin ælu sem dreifðist upp um veggi, læst inni á klósetti
*broadway gerir ágætis nautalund
*frú sigríður var talstöðvartengd en skildi aldrei hvað fólk var að reyna tjá sig í gegnum þetta óskiljanlega sarg sem talstöðvarhljóð er....
Ég þáði höfðingjalegt boð frá Svölu frænku, stjórnmálafræðingi með meiru, um brunch á Vox, enda ekki líkt mér að sleppa slíku tækifæri... ahhhh það er eitthvað svo gott við góðan brunch...mín trú að það sé lykilinn að góðum degi...
Nokkrum hráum pönnukökum, eggjahræru, créme brullée og ananasi seinna kvaddi ég Eiríku frænku mín og fór í heimsókn til Jónu minnar sem ég mun deila rekkju með í kvöld.
Ég komst að því að ég er úr vinnuæfingunni..ég hef ekkert vinnuþol. Ég komst einnig að því að ég get ekki troðið einni vinnuviku á langa helgi. Athyglisverðar uppgvötanir sem í kjölfarið leiddu til þess að ég fékk nervous breikdown. Alltaf gaman að því, sérstaklega ef ert að keyra.
Jóna mín róaði mig niður með heimatilbúnu cannelloni og hughreystingarorðum sem gerðu mér kleyft að skilja að stundum er bara ekki hægt að gera allt....
Senn liður að ferð til danaveldis... ég er búin að sofa svo lítið að ég veit varla hvað ég heiti, hvað þá að undirbúa rómantíska ferð... en –þetta reddast bara-...
Afmælisbörn helgarinnar...
Krissa frænka var aldarfjórðungs gömul....
Marel litli bró varð 7 vetra...
Ljósbráin mín varð ári eldri en ég....
Óska þeim hér með innilega til hamingju með þennan áfanga í lífinu.
Þau lengi lifi, húrra húrra húrra!!!
Arrigato
Siggadögg
-sem er svoooo þreytt og búin að borða svo mikið um helgina..-
4 ummæli:
dííííí þú ert sko algjör ofurkona... sigga wonderwoman...
hvernig tekst þér að finna tíma fyrir þetta allt saman??
uhhhh..takk arna mín en það var nú ekki svo gott að ég sé wonderwoman....
ég meira svona lippaðist niður í gær :)
jæja kona - þú færð allavegana frí á morgun!!!! see you soon og góða ferð:)
Siggi minn, damn þú ert svo mikil kraftakerling!!
Njóttu Köben, grunar nú reyndar að þú eigir eftir að gera það (í alla staði) ;) Bið að heilsa Völu sætu..
Skrifa ummæli